Ferill 567. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 749  —  567. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um Ríkisábyrgðasjóð.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Með hvaða hætti hefur mat Ríkisábyrgðasjóðs á áhættu vegna ábyrgða, sbr. 5. gr. laga nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir, farið fram?
     2.      Með hvaða hætti hefur ráðherra á liðnum árum axlað ábyrgð sína samkvæmt fyrrgreindri lagagrein, þar sem segir að leiði endurskoðun í ljós að varasjóður Ríkisábyrgðasjóðs nægi ekki til að mæta skuldbindingum skuli ráðherra gera Alþingi viðvart og gera tillögu um aðgerðir til að koma jafnvægi á fjárhag sjóðsins?


Skriflegt svar óskast.