Ferill 382. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 753  —  382. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd).

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar (BHar, JFF, JSkúl, LRS, TBE).


     1.      Við 3. gr. bætist nýr liður, a-liður, svohljóðandi: Orðið „og“ í a-lið 2. mgr. 8. gr. laganna fellur brott.
     2.      Í stað orðanna „Heimilt er að fresta“ í 1. málsl. b-liðar 6. gr. komi: Lögreglu er heimilt að fresta.
     3.      Á eftir orðinu „frestar“ í 1. málsl. 3. mgr. 7. gr. komi: hún.
     4.      Á eftir 19. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Hafi barn sótt um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir 1. ágúst 2021 og er enn á landinu skal Útlendingastofnun gefa út dvalarleyfi til handa forsjáraðila þess enda hafi slík umsókn borist fyrir 1. mars 2023. Hið sama gildir ef barn fæddist hér á landi á meðan umsókn forsjáraðila um alþjóðlega vernd var í vinnslu enda hafi umsóknin borist fyrir 1. ágúst 2021.
                      Heimilt er að víkja frá skilyrðum a-liðar 1. mgr. 55. gr. um framfærslu. Umsækjandi skal þó hvorki sæta endurkomubanni né eiga ólokin mál í refsivörslukerfinu þar sem hann er grunaður eða sakaður um refsiverða háttsemi. Hið sama á við ef útlendingur afplánar fangelsisrefsingu eða bíður afplánunar.
                      Nánasti aðstandandi útlendings sem fær útgefið dvalarleyfi skv. 1. mgr. getur með umsókn fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar skv. 70. og 71. gr. Það sama á við um börn viðkomandi eldri en 18 ára sem ekki hafa gengið í hjúskap hafi þau einnig sótt um alþjóðlega vernd fyrir 1. ágúst 2021 og eru enn á landinu, enda samanstandi fjölskyldan af að minnsta kosti einu barni undir 18 ára aldri. Við veitingu fyrsta leyfis samkvæmt málsgrein þessari er heimilt að víkja frá skilyrðum 55. gr.
                      Dvalarleyfi samkvæmt ákvæði þessu skal veitt til eins árs og er heimilt að endurnýja það.
                      Dvalarleyfi skv. 3. mgr. skal aðeins endurnýjað hafi dvalarleyfi skv. 1. mgr. verið endurnýjað. Við endurnýjun gilda almennar reglur laganna, þar á meðal grunnskilyrði 55. gr.
                      Við útgáfu dvalarleyfis samkvæmt ákvæði þessu falla niður réttindi útlendings skv. 33. gr. Viðkomandi skal þó áfram tryggður réttur skv. a- og b-lið 1. mgr. 33. gr. í þrjá mánuði eftir útgáfu dvalarleyfis.
                      Dvalarleyfi samkvæmt ákvæði þessu getur orðið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis. Ekki skal tekið gjald fyrir afgreiðslu fyrstu umsóknar um dvalarleyfi samkvæmt ákvæði þessu þrátt fyrir ákvæði 32. tölul. 14. gr. laga um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991.
     5.      Við c-lið 1. tölul. 21. gr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða XIII í lögum um útlendinga.