Ferill 570. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 763  —  570. mál.
Fyrirspurn


til innviðaráðherra um skráningu þyrlna.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hversu margar þyrlur hafa verið skráðar í loftfaraskrá á Íslandi, að undanskildum opinberum loftförum, svo sem þyrlum Landhelgisgæslunnar, frá árinu 2015 til dagsins í dag?
     2.      Hver er meðalafgreiðslutími vegna slíkra skráninga? Einnig er óskað upplýsinga um stysta og lengsta afgreiðslutíma á sama árabili.
     3.      Hversu margar þyrlur eru skráðar erlendis en hafa starfsleyfi hér á landi?
     4.      Er ráðherra kunnugt um þá umræðu að skráning þyrlna sé fljótlegri og hagkvæmari erlendis, þrátt fyrir að þær séu ætlaðar fyrir starfsemi innlendra fyrirtækja og einstaklinga innan íslenskrar lofthelgi? Kemur til álita af hálfu ráðherra að bregðast við því á einhvern hátt?


Skriflegt svar óskast.