Ferill 409. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
2. uppprentun.

Þingskjal 781  —  409. mál.
Viðbót.

3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2022, sbr. lög nr. 72/2022.

Frá Ingu Sæland.


Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Samtals
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 1:
     1.      Við bætist nýtt málefnasvið og nýr málaflokkur:
28 Málefni aldraðra
28.30 Þjónusta við aldraða og aðrar greiðslur, óta.
    07 Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
a.     Rekstrartilfærslur
126,0 126,0
b.      Framlag úr ríkissjóði
126,0 126,0
32 Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
     2.      Við 32.40 Stjórnsýsla félagsmála
    07 Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
a.     Rekstrarframlög
51,2 149,0 200,2
b.      Framlag úr ríkissjóði
51,2 149,0 200,2
34 Almennur varasjóður og sértækar fjárráðstafanir
     3.      Við 34.20 Sértækar fjárráðstafanir
    09 Fjármála- og efnahagsráðuneyti
a.     Rekstrarframlög
5.981,0 -5.981,0 0,0
b.      Framlag úr ríkissjóði
5.981,0 -5.981,0 0,0

Greinargerð.

    Lagt er til að hækka framlög á málefnasviði 28 svo að greiða megi 60.300 kr. eingreiðslu í desember til ellilífeyrisþega sem fá greiddan óskertan ellilífeyri almannatrygginga, þ.e. hafa lægri tekjur en sem nemur frítekjumörkum 3. og 4. málsl. 1. mgr. 23. gr. laga um almannatryggingar á ársgrundvelli. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins tekur tillagan til 2.080 einstaklinga. Í þeim hóp eru 1.032 öryrkjar, sem fá nú ellilífeyri í stað örorkulífeyris. Rétt er að taka fram að tillagan nær ekki til fólks sem dvelur í hjúkrunarrýmum enda fellur ellilífeyrir þeirra niður eftir 6 mánaða dvöl þar, sbr. 21. gr. laga um málefni aldraðra og 48. gr. laga um almannatryggingar. Gert er ráð fyrir að lögð verði til breyting á lögum um almannatryggingar til að tryggja að þessi viðbótargreiðsla verði skattfrjáls og hafi ekki áhrif á aðrar greiðslur til ellilífeyrisþega.
    Þá er lögð til til hækkun á framlögum á málefnasviði 32 til að styrkja hjálparstofnanir sem úthluta matargjöfum.
    Loks er lagt til að lækka fjárfestingarframlög um 5.981 m. kr. og falla frá kaupum ríkisins á höfuðstöðvum Landsbankans við Austurbakka.