Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 787  —  2. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2023.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (GHaf, ÁBG, HHH, BGuðm, OPJ).


     1.      A-liður 18. gr. falli brott.
     2.      Í stað „1.055 kr.“ í 22. gr. komi: 1.192 kr.
     3.      31. gr. orðist svo:
             Við lögin bætist nýr viðauki, viðauki XI A, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

         Iðnaðarrafhlöður og iðnaðarrafgeymar.

             Á iðnaðarrafhlöður og iðnaðarrafgeyma sem eru eingöngu ætlaðir til notkunar í iðnaði eða til faglegrar notkunar eða eru notaðir í allar tegundir rafknúinna ökutækja og flokkast undir eftirfarandi tollskrárnúmer skal leggja úrvinnslugjald sem hér segir:
         8507.2011    20 kr./kg
     4.      Á eftir 32. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Við lögin bætist nýr viðauki, viðauki XX, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

         Plastvörur.

             Á plastvörur sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer skal leggja úrvinnslugjald sem hér segir:
        2402.1011     27 kr./kg
        2402.1019     27 kr./kg
        2402.2011     27 kr./kg
        2402.2019     27 kr./kg
        3304.9903     27 kr./kg
        3401.1103     27 kr./kg
        3401.1901     27 kr./kg
        3808.9410     27 kr./kg
        3924.1010     27 kr./kg
        3924.1020     27 kr./kg
        5601.2202     27 kr./kg
        9505.9010     27 kr./kg
     5.      Við 38. gr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað tilvísunarinnar „1.–3. mgr.“ í 4. og 5. mgr. kemur: 1. og 3. mgr.
     6.      Í stað tilvísunarinnar „4. mgr. 5. gr.“ í c-lið 39. gr. komi: 5. mgr. 5. gr.
     7.      Tilvísunin „7.“ í d-lið 44. gr. falli brott.
     8.      Í stað „6.500 kr.“ í d-lið 47. gr. komi: 6.000 kr.
     9.      B-liður 56. gr. falli brott.
     10.      Við 58. gr. bætist nýr liður, a-liður, svohljóðandi: Í stað „16,22 kr.“ í 2. málsl. 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: 18,02.
     11.      Á eftir 58. gr. komi nýr kafli, XXV. kafli, Breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með einni nýrri grein, 59. gr., svohljóðandi:
                  Í stað skiptiliðar nr. 2105.0020 í vörulið nr. 2105 í 21. kafla tollskrár í viðauka I í lögunum kemur nýr skiptiliður, nr. 2105.0030, ásamt þremur nýjum tollskrárnúmerum, svohljóðandi:
A A1 E
% kr./kg %
Úr sojabaunum, hrísgrjónum, höfrum, hnetum, acai og/eða möndlum sem inniheldur minna en 3% af mjólkurfitu miðað við þyngd:
2105.0031 – – Með kakóinnihaldi 0 0
2105.0032 – – Sem inniheldur vínanda yfir 2,25% að rúmmáli,
þ.m.t. ís með kakóinnihaldi
0 0
2105.0039 – – Annars 0 0