Ferill 575. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 792  —  575. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um neyslurými.

Frá Lenyu Rún Taha Karim.


     1.      Er unnið að því í ráðuneytinu að fjölga neyslurýmum? Ef svo er, hvenær má búast við að niðurstöður þeirrar vinnu komi til framkvæmda?
     2.      Stendur til að útbúa staðbundið neyslurými í varanlegu húsnæði? Ef svo er, verður húsnæðið í Reykjavík?
     3.      Ef til stendur að útbúa staðbundið neyslurými í varanlegu húsnæði, mun færanlega neyslurýmið Ylja áfram standa skjólstæðingum neyslurýmanna til boða?


Skriflegt svar óskast.