Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Prentað upp.

Þingskjal 816  —  1. mál.
Flutningsmenn.

3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (BjG, HarB, VilÁ, ÓBK, SVS, ÞórP).


    Eftirfarandi breytingar verði á sundurliðun 1 Tekjur ríkissjóðs (A1-hluta):
     a.      Liðurinn 114.2.4.1 Skilagjald og umsýsluþóknun á einnota umbúðir hækki um 343,0 m.kr. á rekstrar- og greiðslugrunni.
     b.      Liðurinn 141.1.0.2 Vaxtatekjur af endurlánum ríkissjóðs hækki um 7.204,5 m.kr. á rekstrar- og greiðslugrunni.
     c.      Liðurinn 141.3 Hluti af tekjum B-hluta fyrirtækja lækki um 575,0 m.kr. á rekstrar- og greiðslugrunni.
     d.      Liðurinn 141.5.20 Veiðigjald fyrir veiðiheimildir hækki um 340,0 m.kr. á rekstrargrunni og 90,0 m.kr. á greiðslugrunni.
     e.      Liðurinn 141.5.22 Gjaldtaka v. fiskeldis lækki um 360,0 m.kr. á rekstrargrunni og 440,0 m.kr. á greiðslugrunni.