Ferill 563. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 836  —  563. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Diljá Mist Einarsdóttur um skipulag og stofnanir ráðuneytisins.


     1.      Stendur yfir vinna í ráðuneytinu varðandi stofnanaskipulag þess með það að markmiði að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni í starfsemi? Ef já, hvaða?
     2.      Hefur ráðherra brugðist við tillögum til úrbóta í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar frá desember 2021? Ef já, hvernig?
     3.      Hversu margar eru stofnanir ráðuneytisins?
     4.      Hversu margar stofnanir ráðuneytisins hafa færri en 50 starfsmenn?
     5.      Er til skoðunar að sameina stofnanir ráðuneytisins?


    Utanríkisráðuneytið hefur engar undirstofnanir. Ráðuneytið var í ljósi þess undanskilið umfjöllun í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar frá desember 2021.

    Alls fóru 30 mínútur í að taka svarið saman.