Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 850, 153. löggjafarþing 532. mál: þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir (framlenging á bráðabirgðaákvæði).
Lög nr. 125 22. desember 2022.

Lög um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (framlenging, ákvæði til bráðabirgða I).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða I í lögunum:
  1. Í stað ártalsins „2022“ í 1. mgr. kemur: 2024.
  2. Í stað 2.–6. málsl. 2. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi:
  3.      Á árinu 2023 vegna allt að 145 samninga.
         Á árinu 2024 vegna allt að 172 samninga.


2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2023.

Samþykkt á Alþingi 15. desember 2022.