Ferill 585. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 855  —  585. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um fylgdarlaus börn.

Frá Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur.


     1.      Hvað hefur ráðuneytið gert til að taka á móti fylgdarlausum börnum sem koma til landsins?
     2.      Hvernig telur ráðherra að takast eigi á við áskoranir í Suðurnesjabæ, t.d. fjölgun starfsfólks og aukinn launakostnað, sem eru tilkomnar vegna fylgdarlausra barna?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Fylgdarlausum börnum sem barnavernd Suðurnesjabæjar annast hefur fjölgað mikið í ár. Þau eru nú um 30 talsins en á sama tíma í fyrra voru þau færri en tíu. Ástæða þessa er sveitarfélaginu að mestu ókunn. Þó að vitað sé að stríðið í Úkraínu hafi haft áhrif útskýrir það ekki alfarið þessa miklu fjölgun.