Ferill 401. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 883  —  401. mál.
Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um hagsmunafulltrúa eldra fólks.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hefur ráðherra stofnað starfshóp á grundvelli ályktunar Alþingis frá 13. júní 2021 þess efnis að stofna skuli starfshóp sem semji frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks? Ef svo er, hvenær var starfshópurinn stofnaður og hverjir eiga sæti í honum? Hefur starfshópurinn skilað ráðherra lokatillögum sínum, líkt og áform stóðu til, sbr. svar ráðherra á þskj. 621 á 152. löggjafarþingi?

    Starfshópurinn var skipaður með skipunarbréfi, dags. 20. apríl 2022, og er þannig skipaður:
        Birna Sigurðardóttir, án tilnefningar, sem leiðir hópinn.
        Rán Þórisdóttir, án tilnefningar.
        Lilja Einarsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
        Gunnar Aðalsteinsson, tilnefndur af Alzheimersamtökunum.
        Ingólfur Hrólfsson, tilnefndur af Landssambandi eldri borgara.
        Stefanía Magnúsdóttir, tilnefnd af Landssambandi eldri borgara.
        Elsa B. Friðfinnsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneytinu.
    Starfshópurinn hefur ekki lokið störfum.