Ferill 579. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 886  —  579. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (nýsköpun, fjöldatakmörk vistvænna ökutækja o.fl.).

Frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur.


     1.      Á eftir 8. gr. komi nýr kafli, VIII. kafli, Breyting á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993, með einni grein, 9. gr., svohljóðandi:
                      Á eftir orðinu „Sviss“ í f-lið 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: í Bretlandi.
     2.      Í stað orðanna „og 6. gr.“ í 2. mgr. 9. gr. komi: 6. og 9. gr.

Greinargerð.

    Lagt er til að 22. gr. frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (kaupréttur, mútubrot o.fl.) (432. mál) verði tekin upp í frumvarpið. Gerð er tillaga um að Bretlandi verði bætt við upptalningu á löndum þaðan sem heimilt yrði að flytja inn hráar og lítt saltaðar sláturafurðir, hrá egg, ógerilsneydda mjólk og mjólkurafurðir. Mikilvægt er að ákvæðið öðlist gildi sem fyrst vegna tvíhliða skuldbindinga íslenska ríkisins við Bretland.