Ferill 591. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 891  —  591. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um fjölda skurðhjúkrunarfræðinga í skurðaðgerðum.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hverjar eru helstu ástæður þess að skurðstofur standa tómar á Landspítala?
     2.      Hver stýrir mönnun skurðstofa og skipulagi starfsemi skurðstofa á:
                  a.      Landspítala,
                  b.      öðrum vinnustöðum á Íslandi þar sem skurðaðgerðir eru framkvæmdar,
                  c.      sambærilegum sjúkrahúsum á Norðurlöndum, t.d. Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi?
     3.      Hvaða reglur gilda um fjölda skurðhjúkrunarfræðinga í hverri skurðaðgerð á:
                  a.      Landspítala,
                  b.      öðrum vinnustöðum á Íslandi þar sem skurðaðgerðir eru framkvæmdar,
                  c.      sambærilegum sjúkrahúsum á Norðurlöndum, t.d. Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi?
     4.      Hvað eru að jafnaði margir skurðhjúkrunarfræðingar í hverri skurðaðgerð á:
                  a.      Landspítala,
                  b.      öðrum vinnustöðum á Íslandi þar sem skurðaðgerðir eru framkvæmdar,
                  c.      sambærilegum sjúkrahúsum á Norðurlöndum, t.d. Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi?
     5.      Er hægt að nýta krafta skurðhjúkrunarfræðinga betur á fleiri skurðstofum á Landspítala? Ef svo er, í hvaða aðgerðum helst? Hvenær þarf að bæta mönnun annarra heilbrigðisstétta eða sérþjálfaðs starfsfólks á móti?
     6.      Vinnur Landspítali og/eða ráðuneytið að því að bæta mönnun annarra stétta eða sérþjálfaðs starfsfólks á skurðstofum?
     7.      Er til tölfræði sem sýnir nýtingu skurðstofa hjá:
                  a.      Landspítala,
                  b.      öðrum vinnustöðum á Íslandi þar sem skurðaðgerðir eru framkvæmdar,
                  c.      sambærilegum sjúkrahúsum á Norðurlöndum, t.d. Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi?
     8.      Hvaða áhrif hefur stytting vinnuviku í síðasta kjarasamningi haft á framleiðni skurðstofa Landspítalans og annarra vinnustaða á Íslandi þar sem skurðaðgerðir eru framkvæmdar?


Skriflegt svar óskast.