Ferill 592. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 894 — 592. mál.
Fyrirspurn
til fjármála- og efnahagsráðherra um Bankasýslu ríkisins.
Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.
1. Stóð ráðherra í þeirri trú, þegar hann tók ákvarðanir um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, að Bankasýsla ríkisins væri sjálfstætt stjórnvald í skilningi stjórnsýsluréttar sem ekki heyrði undir almenna yfirstjórn ráðherra?
2. Ef svo er, hvaða áhrif hafði sá skilningur á söluferlið, samskipti ráðherra við Bankasýslu ríkisins meðan á því stóð, stjórnsýslu ráðherra almennt og eftirlit hans með störfum stofnunarinnar?
Skriflegt svar óskast.