Ferill 593. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 901  —  593. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um hringrásarhagkerfið og orkuskipti.

Frá René Biasone.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja þátttöku stóriðjunnar í hringrásarhagkerfinu?
     2.      Til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa til að tryggja raforku til verkefna sem stuðla að orkuskiptum?
     3.      Kemur til álita af hálfu ráðherra að grípa til aðgerða í þágu orkusparnaðar hjá stóriðjunni, til að mynda með umbótum á löggjöf, hvatakerfum, mengunargjöldum eða ívilnunum sem draga úr raforkuþörf stóriðjunnar?
     4.      Mun ráðherra beita sér fyrir breyttri forgangsröðun á þegar framleiddri orku til orkuskipta, til að mynda orku sem losnar vegna stóriðjusamninga sem renna sitt skeið?


Skriflegt svar óskast.