Ferill 527. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 934  —  527. mál.
Svar


matvælaráðherra við fyrirspurn frá Guðbrandi Einarssyni um úthlutun tollkvóta á matvörum.


     1.      Hversu miklu magni tollkvóta á matvörum frá öðrum löndum var úthlutað til framleiðenda á sömu eða sambærilegum vörum á tímabilinu frá janúar 2017 til dagsins í dag?
    Ráðherra úthlutar ár hvert tollkvótum fyrir kjöt, osta, blóm, plöntur og unnar kjötvörur samkvæmt viðskiptasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum. Um er að ræða tollkvóta vegna aðildarsamnings Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), en einnig samkvæmt fríverslunarsamningum Íslands við Evrópusambandið (ESB), Bretland og Noreg.
    Ráðuneytið birtir niðurstöður allra úthlutana á tollkvótum á vef Stjórnarráðsins, þar sem má sjá úthlutun til umsækjenda eða tilboðsgjafa eftir vörutegund og magni. Ráðuneytið heldur hins vegar ekki upplýsingar um starfsemi eða framleiðslu einstakra aðila sem fá úthlutaðan tollkvóta. Í svari þessu er því stuðst við ÍSAT, atvinnugreinaflokkun Hagstofu Íslands. Framleiðendur á sömu eða sambærilegum vörum eru skilgreindir sem fyrirtæki sem flokkuð eru í deildir 01 og 10 samkvæmt ÍSAT2008. Lýsing á deild 01 er „Ræktun nytjajurta og búfjárrækt, veiðar og tengd þjónustustarfsemi“ og á deild 10 „Matvælaframleiðsla“. Í meðfylgjandi töflu má sjá upplýsingar um úthlutaðan tollkvóta eftir gildistíma hans og úthlutun framleiðenda.

Úthlutun ESB tollkvóta eftir árum, úthlutun til framleiðenda skv. skilgreiningu
í kg - ártal á við um gildistíma tollkvóta 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 (jan-jún)
Nautakjöt
Úthlutað, alls
50.000 199.333 398.000 547.000 696.000 696.000 348.000
í vöruliðum 0201 og 0202 Úthlutað til framleiðenda 8.000 10.000 86.308 20.252 28.000 152.000 35.000
% til framleiðenda 16% 5% 22% 4% 4% 22% 10%
Svínakjöt
Úthlutað, alls
100.000 366.667 700.000 700.000 700.000 700.000 350.000
    í vörulið 0203 Úthlutað til framleiðenda 6.000 56.000 255.000 157.000 150.000 408.000 0
% til framleiðenda 6% 15% 36% 22% 21% 58% 0%
Alifuglakjöt Úthlutað, alls 100.000 418.667 856.000 856.000 856.000 856.000 428.000
    í vörulið 0207 Úthlutað til framleiðenda 0 0 217.988 184.000 71.500 198.000 0
% til framleiðenda 0% 0% 25% 21% 8% 23% 0%
Alifuglakjöt* Úthlutað, alls 0 0 200.000 200.000 200.000 200.000 100.000
    í vörulið ex0207 Úthlutað til framleiðenda 0 0 12.000 0 0 0 0
    * lífrænt og lausagöngu % til framleiðenda 6% 0% 0% 0% 0%
Reykt, þurrkað og saltað kjöt Úthlutað, alls 25.000 83.333 100.000 100.000 100.000 100.000 50.000
    í vörulið 0210 Úthlutað til framleiðenda 0 0 0 7.000 14.400 29.622 0
% til framleiðenda 0% 0% 0% 7% 14% 30% 0%
Ostur Úthlutað, alls 40.000 130.000 230.000 305.000 380.000 380.000 190.000
    í vörulið 0406 Úthlutað til framleiðenda 7.000 20.000 20.000 17.000 33.000 15.000 10.000
% til framleiðenda 18% 15% 9% 6% 9% 4% 5%
Ostur * Úthlutað, alls 9.996 56.667 130.000 185.000 230.000 230.000 115.500
    í vörulið 0406 Úthlutað til framleiðenda 0 5.500 9.750 42.750 60.300 44.350 18.750
    * upprunamerk.; hlutkesti % til framleiðenda 0% 10% 8% 23% 26% 19% 16%
Pylsur o.þ.h. Úthlutað, alls 25.000 116.667 216.604 250.000 250.000 250.000 125.000
    í vörulið 1601 Úthlutað til framleiðenda 0 0 15.000 21.246 0 8.489 0
% til framleiðenda 0% 0% 7% 8% 0% 3% 0%
Unnar kjötvörur Úthlutað, alls 25.000 130.000 290.000 400.000 400.000 400.000 200.000
    í vörulið 1602 Úthlutað til framleiðenda 0 0 7.000 0 0 0 10.000
% til framleiðenda 0% 0% 2% 0% 0% 0% 5%
Samtals Úthlutum tollkvóta, alls 374.996 1.501.334 3.120.604 3.543.000 3.812.000 3.812.000 1.906.500
Úthlutum tollkvóta alls 11.000 91.500 623.046 449.248 357.200 855.461 73.750
% af heildartollkvóta 3% 6% 20% 13% 9% 22% 4%

Úthlutun WTO tollkvóta eftir árum, úthlutun til framleiðenda skv. skilgreiningu

í kg - tímabil á við gildistíma tollkvóta

jan–jún 2017

júl 2017– jún 2018
júl 2018– jún 2019 júl 2019– jún 2020 júl 2020– jún 2021 júl 2021– jún 2022 júl 2022– jún 2023
Nautakjöt Úthlutað, alls 47.500 95.000 95.000 95.000 95.000 95.000 95.000
í vöruliðum 0201, 0202 og 0210 Úthlutað til framleiðenda 0 2.000 0 0 0 0 65.000
% til framleiðenda 0% 2% 0% 0% 0% 0% 68%
Svínakjöt Úthlutað, alls 32.000 64.000 64.000 64.000 64.000 64.000 64.000
í vöruliðum 0203 og 0210 Úthlutað til framleiðenda 0 17.300 0 0 0 1.667 0
% til framleiðenda 0% 27% 0% 0% 0% 3% 0%
Kinda- eða geitakjöt Úthlutað, alls 172.500 345.000 345.000 345.000 345.000 345.000 345.000
í vöruliðum 0204 og 0210 Úthlutað til framleiðenda 0 0 0 0 0 0 0
% til framleiðenda 0% 0% 0% 0% 0% 0% 0%
Kjöt af alifuglum Úthlutað, alls 29.500 59.000 59.000 59.000 59.000 59.000 59.000
í vörulið 0207 Úthlutað til framleiðenda 0 0 12.000 0 0 33.500 0
% til framleiðenda 0% 0% 20% 0% 0% 57% 0%
Smjör og önnur fita Úthlutað, alls 26.500 53.000 53.000 53.000 53.000 53.000 53.000
í vörulið 0405 Úthlutað til framleiðenda 0 0 0 0 0 0 0
% til framleiðenda 0% 0% 0% 0% 0% 0% 0%
Ostur eða ystingur Úthlutað, alls 59.500 119.000 119.000 119.000 119.000 119.000 119.000
    í vörulið 0406 Úthlutað til framleiðenda 15.000 1.200 0 20.000 10.000 909 0
% til framleiðenda 25% 1% 0% 17% 8% 1% 0%
Egg og eggjaafurðir Úthlutað, alls 38.000 76.000 76.000 76.000 76.000 76.000 76.000
í vöruliðum 0407 og 0408 Úthlutað til framleiðenda 0 0 0 0 0 0 0
% til framleiðenda 0% 0% 0% 0% 0% 0% 0%
Unnar kjötvörur Úthlutað, alls 43.000 86.000 86.000 86.000 86.000 86.000 86.000
í vörulið 1602 Úthlutað til framleiðenda 0 0 0 0 0 0 0
% til framleiðenda 0% 0% 0% 0% 0% 0% 0%
Samtals Úthlutum tollkvóta, alls 448.500 897.000 897.000 897.000 897.000 897.000 897.000
Úthlutum tollkvóta alls 15.000 20.500 12.000 20.000 10.000 36.076 65.000
% af heildartollkvóta 3% 2% 1% 2% 1% 4% 7%

Úthlutun tollkvóta fyrir innflutning frá Bretlandi eftir árum, úthlutun til framleiðenda skv. skilgreiningu
í kg - tímabil á við gildistíma tollkvóta 2021 2022 2023
Ostur Úthlutað, alls 19.000 19.000 19.000
    í vörulið 0406 Úthlutað til framleiðenda 3.000 0 4.000
% til framleiðenda 16% 0% 21%
Ostur * Úthlutað, alls 11.000 11.000 11.000
    í vörulið 0406 Úthlutað til framleiðenda 3.000 2.750 3.300
    * upprunamerktur ostur; hlutkesti % til framleiðenda 27% 25% 30%
Unnar kjötvörur Úthlutað, alls 18.400 18.400 18.400
    í vörulið 1602 Úthlutað til framleiðenda 0 0 0
% til framleiðenda 0% 0% 0%
Samtals Úthlutum tollkvóta, alls 48.400 48.400 48.400
Úthlutum tollkvóta alls 6.000 2.750 7.300
% af heildartollkvóta 12% 6% 15%


    Þá var úthlutað 8.000 kg af tollkvóta fyrir osta til framleiðenda af EFTA tollkvótum sem giltu frá júlí 2017 til júní 2018. Samanlagður tollkvóti fyrir osta á sama tímabili var 15.000 kg. Einnig var úthlutað til framleiðenda af tollkvótum fyrir smurosta frá Noregi alls 5.000 kg árið 2018 og 8.185 kg árið 2023. Samanlagður árlegur tollkvóti er 13.000 kg.
    Öðrum tollkvótum sem úthlutað er, einkum til innflutnings á blómum og plöntum, hefur ekki verið úthlutað til framleiðenda.

     2.      Hvert var hlutfall nýtingar á þeim tollkvóta?
    Matvælaráðuneytið hefur ekki upplýsingar um nýtingu tollkvóta en Skatturinn fer með eftirlit og skráningu á nýtingu tollkvóta. Samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands frá 1. febrúar 2022 ber fjármála- og efnahagsráðuneytið ábyrgð á starfsemi Skattsins, tollum og tollgæslu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá febrúar 2022 um tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða er m.a. fjallað um fyrirkomulag við skráningu á nýtingu tollkvóta. Í skýrslunni kemur fram að Ríkisendurskoðun telji mikilvægt að rafvæðingu ferilsins um stjórnun og nýtingu tollkvóta verði lokið, þ.e. að ferlið verði þannig úr garði gert að kerfi Skattsins og ráðuneytisins tali saman og geri óþörf svokölluð úthlutunarbréf á pappírsformi þar sem nýting tollkvóta er skráð. Matvælaráðuneytið og Skatturinn hafa unnið að því að ljúka rafvæðingu ferilsins og er sú vinna vel á veg komin. Stefnt er að því að þessar lausnir verði komnar í gagnið á árinu 2023.