Ferill 556. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 935  —  556. mál.




Svar


matvælaráðherra við fyrirspurn frá Diljá Mist Einarsdóttur um skipulag og stofnanir ráðuneytisins.


     1.      Stendur yfir vinna í ráðuneytinu varðandi stofnanaskipulag þess með það að markmiði að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni í starfsemi? Ef já, hvaða?
    Vinna stendur yfir vegna sameiningar Skógræktar og Landgræðslu og er gert ráð fyrir að leggja fram frumvarp um sameiningu þessara tveggja stofnana á Alþingi í febrúar 2023.

     2.      Hefur ráðherra brugðist við tillögum til úrbóta í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar frá desember 2021? Ef já, hvernig?
    Þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í desember 2021 voru sjávarútvegur og landbúnaður hluti af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en á þeim tíma kom fram að eðli og hlutverk undirstofnana ráðuneytisins væri ólíkt. Ábending Ríkisendurskoðunar sneri því að því að auka samvinnu milli stofnana.
    Gott samstarf er milli stofnana ráðuneytisins nú og bæði forstöðumenn og ráðuneyti opin fyrir hugmyndum um meiri samvinnu og jafnvel sameiningu stofnana. Sem fyrr segir stendur yfir vinna við að fækka stofnunum ráðuneytisins úr fimm í fjórar.

     3.      Hversu margar eru stofnanir ráðuneytisins?
    
Þær eru fimm.

     4.      Hversu margar stofnanir ráðuneytisins hafa færri en 50 starfsmenn?
    
Engin þeirra hefur færri en 50 starfsmenn.
    
     5.      Er til skoðunar að sameina stofnanir ráðuneytisins?

    Sjá svar við 1. tölul. fyrirspurnarinnar.