Ferill 553. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 942  —  553. mál.
Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Helgu Völu Helgadóttur um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði þegar foreldri sætir nálgunarbanni.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu margar umsóknir hafa borist Fæðingarorlofssjóði um rétt til yfirfærslu á nýtingu fæðingarorlofs ef foreldri er gert að sæta nálgunarbanni gagnvart barni sínu eða hinu foreldrinu og/eða brottvísun af heimili, sem kveðið er á um í 3. mgr. 9. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 144/2020, frá gildistöku laganna?
     2.      Hversu margar umsóknir skv. 3. mgr. 9. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 144/2020, hafa verið samþykktar frá gildistöku laganna?


    Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hefur engin umsókn borist stofnuninni um yfirfærslu á rétti foreldris til fæðingarorlofs til hins foreldrisins á grundvelli 3. mgr. 9. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 144/2020, frá því að lögin tóku gildi hinn 1. janúar 2021. Í ljósi þess hafa engar umsóknir um yfirfærslu á rétti foreldris til fæðingarorlofs til hins foreldrisins á grundvelli 3. mgr. 9. gr. fyrrnefndra laga verið samþykktar af hálfu Vinnumálastofnunar frá gildistöku laganna.