Ferill 600. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 962  —  600. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um andlega líðan barna.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hefur ráðherra látið rannsaka ástæður versnandi andlegrar líðanar barna á undanförnum áratug í ljósi sláandi niðurstaðna í skýrslu nefndar sem skipuð var til að greina áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í COVID-19-faraldrinum?
     2.      Hefur verið gripið til aðgerða til að bæta andlega líðan barna, sér í lagi ungra stúlkna? Ef svarið er já, til hvaða aðgerða hefur verið gripið?