Ferill 601. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 964  —  601. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um endurskoðun laga um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Frá Ingibjörgu Isaksen.


    Er unnið að endurskoðun á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011, að hluta eða í heild, í samræmi við ábendingu meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar, sbr. nefndarálit meiri hlutans á þingskjali 1210 í 332. máli 152. löggjafarþings? Ef svo er, hvenær er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki, að hluta eða í heild? Ef ekki, hvenær er fyrirhugað að vinna við endurskoðun hefjist?