Ferill 602. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 965  —  602. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um skattalagabrot.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hve hátt hlutfall af álögðum sektum vegna skattsvika var innheimt frá árinu 2010 til dagsins í dag?
     2.      Hvaða aðrar refsingar hafa verið fullnustaðar vegna skattalagabrota, svo sem refsivist, samfélagsþjónusta og fleira? Svar óskast sundurliðað eftir fjárhæð vegna brots á skattalögum, lengd og tegund afplánunar sem og dóms frá árinu 2010 til dagsins í dag.


Skriflegt svar óskast.