Ferill 603. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 966  —  603. mál.
Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um samkeppnismat.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hefur verið brugðist við tillögum sem gerðar voru í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um samkeppnismat íslenskrar ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og ef svo er, hvernig?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að frekar verði brugðist við tillögunum og ef svo er, hvernig?


Skriflegt svar óskast.