Ferill 607. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 970  —  607. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um nauðungarsölu, fjárnám og gjaldþrotaskipti hjá einstaklingum.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Hversu margar fasteignir einstaklinga voru seldar nauðungarsölu árið 2022? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum, embættum og umdæmum sýslumanna.
     2.      Hversu mörg fjárnám voru gerð hjá einstaklingum árið 2022 og hversu mörg þeirra reyndust árangurslaus? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum, embættum og umdæmum sýslumanna.
     3.      Bú hversu margra einstaklinga voru tekin til gjaldþrotaskipta árið 2022? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum, dómstólum og umdæmum þeirra.


Skriflegt svar óskast.