Ferill 610. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 973  —  610. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um vernd gegn netárásum.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hvernig hyggjast yfirvöld vernda einstaklinga og lögaðila á Íslandi gegn netárásum erlendis frá?
     2.      Hefur komið til skoðunar að heimila lögreglunni að rannsaka brot sem bitna á fólki hérlendis en eru framin erlendis af erlendum aðilum?
     3.      Með hvaða hætti geta íslensk lögregluyfirvöld átt samstarf við erlend lögregluyfirvöld þegar brotið er utan lögsögu Íslands á fólki á Íslandi?


Skriflegt svar óskast.