Ferill 628. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 991  —  628. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um undirbúning að breytingu á reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna.

Frá Halldóri Auðar Svanssyni.

     1.      Hvaða fundi, formlega sem óformlega, með hvaða aðilum og hvenær, hélt ráðherra vegna nýlegra breytinga á reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna sem heimila notkun á rafbyssum?
     2.      Hvaða samskipti átti ráðherra, formleg sem óformleg, við hvaða aðila innan sem utan Stjórnarráðsins og hvenær, vegna þessara breytinga?
     3.      Á hvaða gögnum byggði ráðherra ákvörðun sína um breytingu á reglunum?
     4.      Var ákvörðun um breytinguna tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi eða ríkisstjórnarfundum, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, sem fjallar um skyldu til að halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni? Ef svo er, á hvaða fundi eða fundum? Ef svo er ekki, var það mat ráðherra að breytingin teldist ekki til mikilvægs stjórnarmálefnis?
     5.      Hvers vegna telur ráðherra rétt að gera veigamikla efnislega breytingu á vopnaburði lögreglu í reglum settum á grundvelli vopnalaga áður en klárað er að færa slíka heimild yfir í lögreglulög, í ljósi þess að í greinargerð með frumvarpi ráðherra til breytinga á lögreglulögum, nr. 90/1996, sem lagt var fram 2. desember sl., segir: „Talið er eðlilegt og ákjósanlegt að kveðið sé á um meðferð og notkun vopna í lögreglulögum og reglum settum á grundvelli þeirra frekar en í vopnalögum.“?


Skriflegt svar óskast.