Ferill 631. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 994  —  631. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um aðgerðir til að tryggja heilindi kosninga.

Frá Indriða Inga Stefánssyni.


     1.      Hyggst ráðherra bregðast við þeim álitaefnum sem komu upp í kjölfar kosninga til Alþingis 25. september 2021 varðandi framkvæmd kosninga og talningu í Norðvesturkjördæmi? Ef svo er, hvernig?
     2.      Telur ráðherra að kosningalög, nr. 112/2021, tryggi nægilega vandaða meðferð við framkvæmd og talningu í kosningum í ljósi þess sem átti sér stað í Norðvesturkjördæmi haustið 2021?
     3.      Telur ráðherra að endurskoða þurfi þá verkferla lögreglu og ákæruvalds sem snúa að rannsókn mögulegra brota á kosningalögum, nr. 112/2021?
     4.      Telur ráðherra tilefni til að endurskoða reglur um ábyrgð yfirkjörstjórnar eða annarra embættismanna sem sjá um framkvæmd kosninga á mögulegum brotum á kosningalögum, nr. 112/2021?
     5.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja réttindi umboðsmanna til að vera viðstaddir talningu atkvæða, skv. 58. gr. kosningalaga, nr. 112/2021, í komandi kosningum í ljósi þess misbrests sem þar varð á við talningu í Norðvesturkjördæmi haustið 2021?
     6.      Hvaða skýringar hefur ráðherra á aðgerðarleysi ákæruvaldsins vegna kæra á grundvelli 124. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, sem er sambærilegt ákvæði og a-liður 1. mgr. 136. gr. kosningalaga, nr. 112/2021, í ljósi þeirrar atburðarásar sem átti sér stað og leiddi til þess að yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis hafði réttarstöðu sakbornings?


Skriflegt svar óskast.