Ferill 635. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 998  —  635. mál.
Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um samræmda móttöku flóttafólks.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hafa sveitarfélög sett skilyrði eða lagt sérstaka áherslu á móttöku fólks af tilteknu þjóðerni við gerð þjónustusamninga um samræmda móttöku flóttafólks? Óskað er eftir sundurliðun eftir sveitarfélögum og þjóðerni ef við á.
     2.      Hefur ráðuneytið fallist á slíka skilmála sveitarfélaga? Ef svo er, á hvaða lagaheimild byggir það? Telur ráðuneytið slík skilyrði eða áherslur samræmast ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar?


Skriflegt svar óskast.