Ferill 641. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1005  —  641. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um viðbrögð vegna fjölgunar bifreiða.

Frá Indriða Inga Stefánssyni.


     1.      Hefur það komið til skoðunar í ráðuneytinu að forgangsraða fjármagni til almenningssamgangna umfram ívilnanir vegna kaupa á rafmagnsbifreiðum, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur þjóðfélagslega óhagkvæmar, með tilliti til þess að slík forgangsröðun væri frekar til hagsbóta fyrir bæði tekjulægri hópa og ríkissjóð og myndi stuðla frekar að því að loftslagsmarkmiðum ríkisstjórnarinnar verði náð, þar sem nýskráðum bifreiðum fjölgaði um 12.156 umfram afskráðar árið 2022?
     2.      Hefur það komið til skoðunar í ráðuneytinu að veita það fjármagn sem átti, samkvæmt framkvæmdaáætlun sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, að leggja á árunum 2022 og 2023 til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu í að mæta og draga úr fjölgun bifreiða í umferð?


Skriflegt svar óskast.