Ferill 642. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1006  —  642. mál.
Fyrirspurn


til forsætisráðherra um breytingu á reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna.

Frá Halldóri Auðar Svanssyni.


     1.      Hvenær og með hvaða hætti var ráðherra fyrst upplýstur um nýgerða breytingu á reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna sem heimilar lögreglu að bera rafbyssur?
     2.      Var breytingin rædd fyrir fram á vettvangi ríkisstjórnarinnar? Ef svo er, á hvaða fundi eða fundum og með hvaða hætti?
     3.      Hvaða ráðherra eða ráðherrar settu fyrirvara við málið og á hvaða vettvangi og hvenær? Á hverju byggðist sá fyrirvari?
     4.      Telur forsætisráðherra að í umræddri ákvörðun felist breyting á stefnu ríkisstjórnarinnar? Ef ekki, af hverju ekki?
     5.      Telur forsætisráðherra að ákvörðunin teljist til mikilvægs stjórnarmálefnis, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011? Ef ekki, af hverju ekki?


Skriflegt svar óskast.