Ferill 644. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1008  —  644. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um þátttöku kynsegin fólks í íþróttum.

Frá Indriða Inga Stefánssyni.

     1.      Hefur ráðherra kannað hvaða áhrif íþróttainnviðir hafa á möguleika kynsegin fólks til þátttöku í íþróttum? Ef svo er, hvað leiddi sú könnun í ljós?
     2.      Til hvaða aðgerða hefur ráðherra gripið til að auka þátttöku kynsegin fólks í íþróttum? Eru einhverjar aðgerðir í undirbúningi í ráðuneytinu sem lúta að því?


Skriflegt svar óskast.