Ferill 652. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1022  —  652. mál.
Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um hindranir fjölmiðla á Keflavíkurflugvelli.

Frá Indriða Inga Stefánssyni.


     1.      Hvert er mat ráðherra á þeirri atburðarás sem átti sér stað aðfaranótt 3. nóvember 2022 á Keflavíkurflugvelli þegar flóðlýsingu var beint að fjölmiðlum til að hindra störf þeirra, með tilliti til alþjóðlegra mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að sem og íslenskra laga?
     2.      Brást ráðuneytið við ofangreindum atvikum á einhvern hátt? Ef svo er, hvernig? Ef ekki, af hverju ekki?
     3.      Hefur ráðherra áhyggjur af frelsi fjölmiðla í kjölfar ofangreindra atvika? Ef svo er, hyggst ráðherra beita sér til að tryggja öryggi frjálsrar fjölmiðlunar á Íslandi?


Skriflegt svar óskast.