Ferill 654. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1024  —  654. mál.
Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um aðgengi íslenskra neytenda að netverslunum á EES-svæðinu.

Frá Indriða Inga Stefánssyni.


    Telur ráðherra að mögulegt sé að beita sér fyrir því að auka aðgengi íslenskra neytenda að evrópskum netverslunum á EES-svæðinu, í ljósi þeirra aðgangshindrana sem þar er oft að finna, svo sem að verslanir sendi ekki vörur sínar til Íslands? Ef svo er, hyggst ráðherra grípa til einhverra aðgerða til þess?


Skriflegt svar óskast.