Ferill 655. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1025  —  655. mál.
Fyrirspurn


til innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur.

Frá Indriða Inga Stefánssyni.


     1.      Hvernig hefur ráðherra brugðist við aukinni eftirspurn eftir leigubifreiðum?
     2.      Hversu mörg atvinnuleyfi til að stunda leigubifreiðaakstur hafa verið í gildi ár hvert sl. 10 ár?
     3.      Hver er fjöldi ferðamanna sem hefur komið til Íslands hvert ár sl. 10 ár og hefur ráðherra brugðist við fjölgun ferðamanna með því að gefa út fleiri leigubifreiðaleyfi í takt við þá þróun?
     4.      Hefur farið fram þarfagreining á fjölda atvinnuleyfa til að stunda leigubifreiðaakstur á Íslandi?


Skriflegt svar óskast.