Ferill 659. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1029  —  659. mál.
Fyrirspurn


til matvælaráðherra um áhrif veiðarfæra.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Hvaða rannsóknir hafa farið fram á umhverfisáhrifum botndreginna veiðarfæra í sjó við Ísland? Hvar og hvenær fóru rannsóknirnar fram?
     2.      Telur ráðherra að efla megi rannsóknir á áhrifum botndrægra veiðarfæra í íslenskri fiskveiðilögsögu, bæði innan og utan 12 mílna landhelginnar, með tilliti til sjálfbærra veiða, umhverfisáhrifa, samfélagsáhrifa og efnahagsáhrifa? Ef já, með hvaða hætti telur ráðherra best að gera það?
     3.      Hvaða áhrif hafa alþjóðlegar skuldbindingar Íslands frá COP15-ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Montréal árið 2022, um friðun allt að 30% hafsvæða heims, á nýtingu sjávarauðlindarinnar með tilliti til ólíkra veiðarfæra? Telur ráðherra þörf á frekari rannsóknum á áhrifum veiðarfæra til undirbyggja slíkar ákvarðanir?


Skriflegt svar óskast.