Ferill 664. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1034  —  664. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um kostnað vegna afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.

Frá Eyjólfi Ármannssyni.


     1.      Hver var kostnaður ráðuneytisins og undirstofnana þess vegna afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd á ári hverju árin 2017–2022?
     2.      Hver var kostnaður ráðuneytisins og undirstofnana þess vegna réttaraðstoðar í málum um alþjóðlega vernd skv. 30. gr. laga um útlendinga á ári hverju árin 2017–2022?
     3.      Hver var kostnaður ráðuneytisins og undirstofnana þess vegna brottvísana skv. XII. kafla laga um útlendinga á ári hverju árin 2017–2022?
     4.      Hver var kostnaður ráðuneytisins og undirstofnana þess vegna beitingar þvingunar- og rannsóknarúrræða skv. XIII. kafla laga um útlendinga á ári hverju árin 2017–2022?


Skriflegt svar óskast.