Ferill 668. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1038  —  668. mál.
Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um endurgreiðslur vegna útgáfu bóka á íslensku.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvernig hafa árlegar heildarendurgreiðslur vegna útgáfu bóka á íslensku, samkvæmt lögum nr. 130/2018, skipst á milli innlendra og erlendra aðila síðan lögin tóku gildi? Svar óskast sundurliðað eftir því hvort um er að ræða:
                  a.      beinan launakostnað vegna útgáfu bókar,
                  b.      beinar verktakagreiðslur vegna útgáfu bókar,
                  c.      laun höfundar eða rétthafa,
                  d.      prentkostnað og hliðstæðan kostnað vegna útgáfu í öðru formi en á prenti,
                  e.      þýðingarkostnað og kostnað vegna prófarkalesturs,
                  f.      auglýsinga- og kynningarkostnað sem fellur til á næstu fjórum mánuðum eftir útgáfu bókar eða
                  g.      eigin vinnu, sbr. 7. gr. laganna.
     2.      Þar sem lögunum er ætlað að styrkja útgáfu á íslensku, telur ráðherra eðlilegt að tekið sé tillit til íslensks handverks og útgáfu að öðru leyti, svo sem í prentun og auglýsingagerð?


Skriflegt svar óskast.