Ferill 669. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1039  —  669. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um málskostnað Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) vegna mála gegn vefverslunum sem selja áfengi.

Frá Hildi Sverrisdóttur.


     1.      Hver er lögfræðikostnaður ÁTVR vegna mála sem stofnunin höfðaði gegn vefverslunum sem selja áfengi?
     2.      Hvað var ÁTVR gert að greiða þeim aðilum sem stofnunin höfðaði mál gegn í málskostnað þegar málunum var vísað frá dómi?


Skriflegt svar óskast.