Ferill 670. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1040  —  670. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um skattalagabrot.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hvernig hafa refsingar fyrir brot á skattalögum verið fullnustaðar frá árinu 2010 fram á þennan dag? Óskað er eftir samanburði á alvarleika brota, þ.e. þeirri fjárhæð sem svikist var um að greiða, fjárhæð dómsektar og lengd og tegund afplánunar.
     2.      Telur ráðherra að fullnusta refsinga endurspegli almennt alvarleika þessara brota?
     3.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við lágu hlutfalli innheimtra dómsekta vegna skattalagabrota sem sýnt var fram á í skýrslu Ríkisendurskoðunar um innheimtu dómsekta í desember árið 2022?
     4.      Hyggst ráðherra bregðast við tillögum Ríkisendurskoðunar um úrbætur að því er snertir innheimtu dómsekta sem fram komu í stjórnsýsluúttekt stofnunarinnar?
     5.      Hvað líður framfylgd tillagna starfshóps sem skipaður var samkvæmt ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 15/2016, um fullnustu refsinga? Hver er afstaða ráðherra til tillagna sem fram komu í skýrslu hópsins árið 2018?
     6.      Þykir ráðherra koma til álita að hækka refsilágmark refsiákvæðis skattalaga?


Skriflegt svar óskast.