Ferill 676. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1046  —  676. mál.
Fyrirspurn


til matvælaráðherra um kolefnisbindingu.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Telur ráðherra mögulegt að kolefnisbinding í landi geti fjölgað atvinnutækifærum og styrkt búsetu í dreifbýli?
     2.      Hefur verið skoðað hvort áhersla á kolefnisbindingu gefi tilefni til að endurskoða samninga ríkisins við skógarbændur?
     3.      Hefur verið skoðað hvort eða þá hvernig mögulegt væri að samþætta stuðning ríkisins við bændaskógrækt og sölu kolefniseininga á frjálsum markaði?