Ferill 693. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1065  —  693. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um sendinefndir Íslands á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hver hafa skipað sendinefnd Íslands á ársfundum Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því að Ísland gerðist aftur aðili að því árið 2002? Óskað er að fram komi nöfn einstaklinga og á hvers vegum viðkomandi var hluti af sendinefndinni. Í tilvikum þeirra einstaklinga sem ekki voru fulltrúar ráðuneyta eða stofnana er þess óskað að fram komi á hvaða forsendum þeim var veitt aðild að sendinefndinni.
     2.      Hafa aðrir einstaklingar, fyrirtæki eða samtök óskað þess að koma að sendinefnd Íslands á tímabilinu? Ef svo er, á hvaða forsendum var þeim ekki veitt aðild?
     3.      Þegar einstaklingar utan ráðuneyta og stofnana eru hluti af sendinefnd Íslands, hvaða áhrif hafa þau á afstöðu hennar á fundunum?


Skriflegt svar óskast.