Ferill 694. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1066  —  694. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um griðasvæði hvala.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða ástæður voru fyrir því að sendinefnd Íslands vék af fundi þegar kom að atkvæðagreiðslu um griðasvæði hvala í Suður-Atlantshafi (e. South Atlantic Whale Sanctuary) á síðasta ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins? Var útgangan ákveðin fyrir fram?
     2.      Hvaða aðilar komu að útgönguákvörðuninni af Íslands hálfu og hafði fulltrúi hvalveiðifyrirtækja í sendinefnd Íslands einhver áhrif á afstöðu sendinefndarinnar?
     3.      Hver var aðkoma ráðherra að ákvörðun um útgöngu sendinefndar Íslands?
     4.      Hver var afstaða Íslands þegar tillögur um griðasvæði hvala í Suður-Atlantshafi komu til atkvæða á ársfundum Alþjóðahvalveiðiráðsins 2011 og 2016?
     5.      Hefur íslenska ríkið einhverja hagsmuni af því að ekki verði komið á fót griðasvæði hvala í Suður-Atlantshafi?
     6.      Hver er afstaða ráðherra til þeirra griðasvæða hvala sem Alþjóðahvalveiðiráðið hefur áður samþykkt að koma á fót, annars vegar í Suður-Íshafinu og hins vegar í Indlandshafi (e. Southern Ocean Whale Sanctuary og Indian Ocean Whale Sanctuary)?


Skriflegt svar óskast.