Ferill 695. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1067  —  695. mál.
Fyrirspurn


til innviðaráðherra um undanþágu á notkun fiskiskipa á sjálfvirkum auðkenniskerfum.

Frá Andrési Inga Jónssyni.

     1.      Hversu oft á hverju undanfarinna fimm ára hefur skipstjóri skips tilkynnt að slökkt hafi verið á sjálfvirku auðkenniskerfi í samræmi við heimild í 6. gr. a reglugerðar nr. 80/2013 um vaktstöð siglinga og eftirlit með umferð skipa? Hverjar hafa ástæðurnar verið í hverju tilviki og hversu langur tími hefur liðið þar til kveikt hefur verið aftur á auðkenniskerfinu?
     2.      Hvaða ástæður eru fyrir því að hvalveiðiskip eru almennt með slökkt á sjálfvirku auðkenniskerfi, þrátt fyrir að undanþágur einskorðist við undantekningartilvik samkvæmt fyrrgreindri reglugerð? Byggist sú framkvæmd á samkomulagi við stjórnvöld? Sé svo, við hvaða lagaheimild er stuðst og telur ráðherra það samræmast jafnræðisreglu eða alþjóðasamningum?


Skriflegt svar óskast.