Ferill 698. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1070  —  698. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um forseta COP28.

Frá Andrési Inga Jónssyni.

     1.      Hver er afstaða ráðherra til þess að forstjóri eins stærsta olíufyrirtækis í heimi hafi verið tilnefndur sem forseti næstu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP28)?
     2.      Munu íslensk stjórnvöld hvetja ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna til að draga tilnefninguna til baka?
     3.      Fari svo að Sultan Al Jaber verði enn tilnefndur sem forseti COP28 við upphaf ráðstefnunnar, munu fulltrúar Íslands styðja hann í embætti?