Ferill 702. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1075  —  702. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um ungmennaráð.

Frá Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur.


     1.      Í hversu mörgum sveitarfélögum er starfandi ungmennaráð í samræmi við 11. gr. æskulýðslaga, nr. 70/2007?
     2.      Hversu mörg þeirra sveitarfélaga greiða fulltrúum í ungmennaráðum laun fyrir setu í ráðunum?
     3.      Hyggst ráðherra styrkja stöðu ungmennaráða um allt land, og ef svo er, hvernig?


Skriflegt svar óskast.