Ferill 703. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1076  —  703. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um kaup á ríkiseignum í gegnum Lindarhvol ehf. og gagnsæi við ráðstöfun opinberra hagsmuna.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Á hvaða forsendum tók ráðherra þá ákvörðun að birta ekki lista yfir alla kaupendur eigna (skuldabréfa, hlutabréfa, krafna og annarra eigna) í gegnum söluferli hjá Lindarhvoli, í ljósi þess að ráðherra tók sjálfstæða ákvörðun um að birta lista yfir alla kaupendur í seinni sölu á hlutabréfum í Íslandsbanka?
     2.      Gilda önnur sjónarmið að mati ráðherra um hagsmuni almennings af því að gagnsæi ríki um sölu á ríkiseignum hvað varðar Lindarhvol en um sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka?
     3.      Tekur ráðherra undir að mikilvægt sé að gagnsæi ríki um ráðstöfun opinberra hagsmuna?
     4.      Tekur ráðherra undir mikilvægi þess að stjórnvöld stefni að því að auka traust almennings til stjórnsýslunnar með því að birta upplýsingar um ráðstöfun eigna ríkisins?


Skriflegt svar óskast.