Ferill 707. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1080  —  707. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um ökutækjatryggingar.

Frá Ágústi Bjarna Garðarssyni.


    Hvernig hefur þróun tryggingaverndar og iðgjalda verið vegna ökutækja sem undanþegin eru vátryggingarskyldu skv. 11. gr., sbr. 9. gr., laga um ökutækjatryggingar, nr. 30/2019, frá því að lögin voru sett? Svar óskast sundurliðað eftir tryggingafélögum ásamt upplýsingum um iðgjöld og tryggingavernd vegna sömu ökutækja ári fyrir afnám tryggingarskyldu.


Skriflegt svar óskast.