Ferill 799. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1220  —  799. mál.




Fyrirspurn


til forseta Alþingis um greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hvað kemur fram í greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. frá 2018?
     2.      Hvaða atriði taldi settur ríkisendurskoðandi að gæfu tilefni til frekari upplýsingaöflunar og mats á því hvort rétt hefði verið staðið að málum?
     3.      Hvaða athugasemdir gerði settur ríkisendurskoðandi við söluferli hlutar ríkisins í félaginu Klakka ehf.?
     4.      Hvaða athugasemdir gerði settur ríkisendurskoðandi við aðkomu lögmannsstofunnar Íslaga að starfsemi Lindarhvols?
     5.      Hvað taldi settur ríkisendurskoðandi gefa til kynna að hlutur ríkisins í Klakka hefði verið seldur á undirverði?


Skriflegt svar óskast.


    Efni fyrirspurnar samrýmist ekki ákvæðum 3. mgr. 8. gr. þingskapa um fyrirspurnir til
forseta Alþingis og er því synjað.