Ferill 867. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Prentað upp.

Þingskjal 1362  —  867. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um kynbundinn launamun og jafnlaunavottun.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hver hefur þróun kynbundins launamunar verið frá árinu 2000? Má merkja mælanlega breytingu þar á með lögfestingu ákvæða um jafnlaunavottun?
     2.      Hverjar eru helstu ástæður kynbundins launamunar og hvernig tekur löggjöf um jafnlaunavottun á þeim?
     3.      Hver er munurinn á skipulagsheildum sem hafa fengið jafnlaunavottun og öðrum skipulagsheildum þegar kemur að kynbundnum launamun?
     4.      Er árangur og samfélagslegur ávinningur af jafnlaunavottun mældur? Ef svo er, hvernig?
     5.      Hefur kostnaður skipulagsheilda við jafnlaunavottun verið metinn?


Skriflegt svar óskast.