Ferill 905. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1418  —  905. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um flutning fanga.

Frá Loga Einarssyni.


     1.      Hversu oft hafa fangar verið fluttir að norðan frá því að fangelsinu á Akureyri var lokað þann 15. september 2020? Svar óskast sundurliðað eftir því hvort um ræðir gæsluvarðhaldsfanga eða aðra fanga.
     2.      Hversu margar ferðir hafa verið farnar til að flytja fanga frá því að fangelsinu á Akureyri var lokað?
     3.      Hversu margir fangar hafa verið fluttir í flugi frá því að fangelsinu á Akureyri var lokað? Hversu mörg flugsæti hafa verið keypt í þeim tilgangi og hver var kostnaðurinn við það?
     4.      Hversu margir fangar hafa verið fluttir í bíl frá því að fangelsinu á Akureyri var lokað og hver var kostnaðurinn við það?
     5.      Hversu margir lögreglumenn hafa farið í slíkar ferðir í fylgd fanga frá því að fangelsinu á Akureyri var lokað?
     6.      Hversu mörgum klukkustundum hafa lögreglumenn varið í slík verkefni að meðaltali frá því að fangelsinu á Akureyri var lokað?
     7.      Hver er heildarkostnaðurinn við alla flutninga á föngum frá því að fangelsinu á Akureyri var lokað?


Skriflegt svar óskast.