Ferill 910. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1423  —  910. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um forvarnir og viðbrögð við gróðureldum.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hefur aðgengi Landhelgisgæslunnar að þyrlueldsneyti verið tryggt í öllum landshlutum, eins og lagt var til í skýrslu átakshóps um uppbyggingu innviða, Aðgerðir vegna fárviðris og önnur innviðauppbygging, í framhaldi af fárviðrinu í desember 2019 (verkþáttur LAN-094)? Ef ekki, í hvaða landshlutum er aðgengi ekki tryggt?
     2.      Hversu margar viðbragðs-, flótta- og rýmingaráætlanir vegna gróðurelda eru til?


Skriflegt svar óskast.